Vegna fréttar í Fréttablaðinu um VR

Vegna fréttaskýringar í fréttablaðinu í gær óska ég eftir að koma eftirfarandi að.

Þessar kosningar eru kolólöglegar og hef ég þegar kært úrskurð kjörnefndar til miðstjórnar ASÍ,vegna brota á lögum og reglum ASÍ um kjörseðla. Formaður kjörstjórnar vinnur hjá ASÍ og er því sjálfur að brjóta lög og reglur ASÍ.

Ég á að vera í einstaklingskjöri til stjórnar, en ef ég fer og bið félagsmenn VR um að kjósa mig sem einstakling er það ekki á nokkurn hátt hægt. Til að mæla með mér við þá verð ég einnig að hvetja þá til að kjósa ekki bara einn með mér heldur verð ég að hafa tvö viðhengi, eins og þessi póstur hefur. Því er ég allt í einu í hópkostningu um þrjá og þar af tvo með mér, og á ég þá að bera ábyrgð á þeim sem ég mæli með? Ef félagi í VR vill kjósa mig einan, þá er það ekki hægt. Í síðustu kosningum, þar sem þetta laga og reglugerðabrot var til staðar kaus bara 40% í einstaklingskosningu og því hættu við um 60% að kjósa þar.

Þá á samkvæmt kjörseðilslögum ASÍ að raða einstaklingum á kjörseðil samkvæmt stafrófsröð eða draga um röð, en það var ekki gert hjá VR, heldur einn maður látin um það og það er skuggalegt.

 Kristinni formanni VR, sem nú er til í að brjóta lög og reglur með sama fólkinu og hann áður var á móti, fyrir að fara ekki að lögum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband