Kæran til miðstjórnar ASÍ.

Undirritaður Guðmundur Ingi Kristinsson, í framboði til einstaklingskosningu til stjórnar VR kæri eftirfarandi laga og reglugerðabrot á lögum og reglum ASÍ til miðstjórnar ASÍ.
Rísi ágreiningur um skilning á lögum og reglugerð ASÍ um framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu skal miðstjórn úrskurða um hann.

Sakvæmt 19. gr. laga VR um Kjörstjórn. Þar sem segir orðrétt.. ¨Kjörstjórn sér alfarið um frakvæmd kosninga samkvæmt reglugerð ASÍ.¨ Í 20.gr sömu laga VR  orðrétt.
¨Árlega skulu 4 stjórnarmenn og trúnaðarráð kosið í listakosningu en 3 stjórnarmenn og 3 varamenn í einstaklingsbundinni kosningu.
Lög ASÍ 32.gr.Miðstjórn setur með reglugerð fyrirmæli um undirbúning og framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu. Skal reglugerðin vera þannig sniðin, að eftir henni megi fara við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ, kjör fulltrúa á þing aðildarsamtaka og við stjórnar- og trúnaðarmannaráðskosningar í verkalýðsfélögunum.
Reglugerðin skal gilda fyrir öll aðildarsamtök ASÍ og deildir þeirra.

8. grein laga ASÍ. Aðildarsamtökin hafa fullt frelsi um sín innri mál, þó þannig að ekki brjóti í bága við lög ASÍ eða samþykktir ársfunda.
13. grein laga ASÍ. Með aðild sinni að ASÍ gangast aðildarsamtökin undir þann skilning að lög ASÍ séu æðri lögum einstakra aðildarsamtaka.
Með aðild sinni að ASÍ skuldbinda aðildarsamtökin sig til að hlíta ákvæðum laga þessara svo og ákvörðunum og samþykktum sem á þeim byggjast.

1.) Í einstaklingskosningu til stjórnar VR  verða  þátttakendur í allherjaratkvæðagreiðslunni að kjósa þrjá menn í stjórn, hvorki fleirri né færri, þ.e.a.s. ef ekki er sjálfkjörið í þau sæti.Það má því ekki kjósa fleirri né færri en þrjá í pakka, sem er ekki samkvæmt  reglugerð ASÍ

2.) Né færri er ekki til í lögunum eða reglunum, því þar stendur orðrétt.. ¨Þó skal kjósandi aldrei krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert embætti.¨   Kæri þetta hér með.

3.) Kæri því hér með einstaklingskosninguna til stjórnar VR til miðstjórnar ASÍ. Þetta er ekki einstaklingskosning, heldur pakka kosningu með þrem í pakka. Miðstjórn ber að taka á kærunni samkv. lögum ASÍ, reglugerð og lögum VR.

4.) Kæri einnig hér með röðunina á listan í einstaklingskosningunni, hún var ekki samkvæmt lögum eða reglum, þar sem ekki var raðað eftir stafrófsröð eða dregið. Einn starfsmaður VR á einhverjum skuggastað að láta tölvu draga um röðina og tölvan dróg auðvitað rétt fyrir A-listan. Ef stafrófsröð hefði ráðið, þá hefði ég verið efstur í röðinni, en var þess í stað settur neðstur og öllum til undrunar tveir efstu voru frá A-lista.

Reglugerð ASÍ 12. gr. Um kjörseðla Sé kosið hreinni persónubundinni kosningu skal á kjörseðli raða frambjóðendum til hvers embættis í stafrófsröð eða draga um röð þeirra. Kjósandi tjáir þá vilja sinn með því að krossa við þá einstaklinga, er hann vill kjósa. Þó skal kjósandi aldrei krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert embætti.

IV. Kafli
Önnur ákvæði
19. gr. Lausn ágreiningsmála Rísi ágreiningur út af skilningi á reglu­gerð þessari, úr­skurðar mið­stjórn ASÍ um ágreininginn.
20.gr. Reglugerðarheimild. Reglu­gerð þessi er sett sam­kvæmt 32. grein laga Al­þý­ðu­s­am­bands Ís­lands og gildir fyrir öll aðildarsamtökASÍ og deildir þeirra.
Þannig samþykkt með áorðnum breytingumá fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands 8. febrúar 2006.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband