Bótasvindl tryggingafélaganna

Hvers vegna eru bifreiðatryggingagjöld ekki tekjutengt ? Ef við lendum í bifreiðaslysi og fáum bætur frá tryggingafélaginu eru þær tekjutengdar að ákveðnu hámarki og því eru þeir sem eru á lágum launum, bótum og á námslánum að borga með tryggingagjöldum sínum fyrir þá launaháu. Að tekjutengja bætur út frá tryggingafélögunum, en ekki einnig inn er bara löglegur þjófnaður frá Alþingi.

Ef láglaunaþræll fær 10. milljónir í bætur þá fær útvalinn hálaunaséran 40. milljónir í sinn hlut fyrir sama líkamstjón. Þetta er löglegur þjófnaður. Hvers vegna þarf láglaunafólkið, bótaþegar og námsmaðurinn að borga fyrir þá hálaunuðu, sem vegna sinni háu launa fá einnig betri og ódýrari tryggingar hjá tryggingafélögunum. Þetta er gróft stjórnarskrárbrot sem bannar mismunun. Hvað er að hjá ykkur þingmenn sem hafið samið og samþykkt svona gróf lög sem mismuna svona slösuðu fólki? Er það svo þið með ykkar laun og lögmenn og aðrir hálaunaaðall hafið það betra eftir slys, en sauðsvartur almenningur? Að níðast bótalega á öðrum slösuðum til þess að fá fjórsinnum betri bætur sjálfur er fáránlega skammarlegt fyrir ykkur þingmenn.

Hvers vegna fá ekki allir sömu bætur, fyrst allir borga svo til það sama í tryggingagjöld til tryggingafélaganna? Er það ekki bara eðlileg krafa að allir séu jafnir fyrir lögum þingmenn og lagaspekingar?

Þá er það annað sem eru ótrúlegt óréttlæti og það er gjafsókn til að fara í mál við fjársterk og fjársjúk tryggingafélöginn. Hvers vegna er það ekki í skaðbótalögunum ákvæði um að rétt slasaðra til að fá gjafsókn til að fara í mál við trygginningafélöginn? Það er oft búið að neita mér um gjafsókn til að fara í mál við Vátryggingafélagið VÍS og er það eðlalegt að í gjafsóknarnefnd er stjórnarmaður í VÍS? Fyrrum stjórnarmaður í Kaupþing banka, og fl. félögum er á launum hjá ríkinu í gjafsóknarnefnd.

Ég fékk rúmlega 400.000.- kr. í bætur frá VÍS vegna umferðaslys frá 1999 og hef verið 100% óvinnufær í þau tíu ár sem liðin eru frá slysinu. Ef ég fæ ekki gjafsókn, en beiðni um hana er nú en og aftur fyrir nefndinni þá verða bætur mínar vegna slysins um 60. kr. á dag eða um 2000. kr á mánuði og það dugir ekki fyrir strætó aðra leið eða hvað þá fyrir lyfjum og læknishjálp?

Vátryggingasvindl og þú borgar segir Vigdís Halldórsdóttir lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja í grein í Fréttablaðinu og segir þar að þeir sem ákveða að svindla á tryggingafélaginu sínu eru í raun að svindla á okkur sem erum heiðarlegir viðskiptavinir. En hvað segir hún um svik og svindl tryggingafélaga gagfnvart bótaþegum með því að nota hér lögfæðinga og ótakmarkaða fjármuni til að vaða yfir slasað fók sem getur ekki varið sig vegna veikinda og fjárskort vegna umferðaslys?

Þá hefur Hæstiréttur Íslands með dómi gefið læknum tryggingafélagsins VÍS fullt og ótakmarkað leyfi til að ná í sjúkraskrár slasaðra hjá Landsspítalanum og falsa þær. Allar sjúkraskrár og það án heimildar viðkomandi sjúklings eða leyfi frá yfirstjórn LSH. Eina sem læknarnir þurfa gera er að ljúga um umboð sem er aldrei í málinu og ekki er þörf á að nota það nokkurn hátt til að fá áheftan aðgang. Hvar er Persónuverndin? Bara brandari að áliti Hæstaréttar Íslands og allt gert fyrir VÍS. Hvers vegna?

Tryggingafélöginn gera flottar og dýrar kannanir um svik og svindl kúnna sinni og ásaka fjölda þeirra svo um svik og svindl. En hvar er könnunin um svik og svindl tryggingafélaganna gagnvart tjónþolum? Ekkert bara þögnin og árrásir á bótaþega tryggingafélaganna til að gera alla þeirra kúnna sem eiga rétt á bótum að svindlurum.

Hvað með " bótasjóðina" ? Hvar eru þeir? Einn 11 milljarða fór og millilenti á Tortóla á leið í lúxus íbúðir í Kína? Kom síðan sem sundlaug á Álftanesi til syndaaflausnar fyrir Sjóvá. Annar um 30 milljarðar fór af því sem fréttir segja til Hollands og þaðan til Panama, þar sem hann hvarf.

Hvar er Fjármálaeftirlit, sem ber að sjá um að bótasjóðirnir sé varðir fyrir þjófum og ræningjum innanfrá? FME gerir ekkert því þar var ekkert eftirlit með Þjófnaði innanhús hjá trygginningafélögunum.Hvers vegna FME?

Er e.t.v. tregðan á gjafsókn sú að allir bótasjóðir tryggingafélaganna er tómir og því ekkert hægt að borga í bætur?

Ný gjafsóknalög voru tilbúin á þingi og það í boði norrænu velferðastjórnarinnar, en hurfu svo á sama tíma og stjórn Jóhönnu og Steingríms gerði aftur nokkra ára samning við sömu gjafsóknarnefndina. Já og það með stjórnarmanni VÍS í nefndinni aftur?

Að lenda í umferðaslysi og vera í 100% rétti, en fá ekki bætur né gjafsókn er fáránlegt og sýnir bara hvernig óréttlætið er varið af þingmönnum og þeim lögmönnum sem komið hafa að lagagerðinni fyrir þá. Þá er þeirra eigin réttur og þeirra sem þeim er þóknanlegir tryggður mun betri réttur til bóta í skaðabótalögunum á kostnað venjulegra láglaunaþræla, bótaþega og námsmanna. Hvers vegna er þetta svona þingmenn og lagaprófessorar? Er þetta viljandi gert? Þögn er sama og samþykki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband