Lífeyrissjóðurinn.

Kröfur lífeyrissjóða í þrotabú bankanna eru um 300 milljarðar króna. Tap Lífeyrissjóðs verslunarmanna er á bilinu 50-100 milljarðar króna. Lífeyrisþega sem er með meðallaun VR eða um 400 þúsnd krónur á mánuði borgar um kr. 40.000.- á mánuði í lífeyrissjóðinn og því um kr. 500.000.- á ári, eða um 20 milljónir króna á fjörtíu árum. Því er tapaður lífeyrir um 2.500 til  5.000.- félaga sem greiddur hefur verið af þeim í fjörtiu ár. Fjörtiuára  greiðsla 700 láglaunafélaga gefin til Bakkabræðrum hinum nýju , Ágúst og Lýð.

 Lífeyrissjóður verslunarmanna gaf Bakkbræðrum sjö milljarða króna úr lífeyrissjóðnum, þ.e. a.s. lifeyrir félagsmanna VR. Stjórnendur Live settu engin skilyrði varðandi rekstur Bakkvarar þegar þeir fjármögnuðu starfsemi félagsins Bakkvör Group. Engar eignir eru í móðurfélaginu heldur bara í rekstrarfélögunum og því á Live bara skuldabréf án trygginga eða veða, eða bara verðlaust nafspjald. Ekki má færa fé úr rekstrafélögum upp í móðurfélag og hvað þýðir það? Ekki króna kemur til baka og milljarðar í lífeyrissjóðsgjöldum félaga í Live  tapaðir, eða bara gefnir.

Það er stórfurðulegt að stjórn Live er að semja við Bakkabræður um ekkert og það þrátt fyrir að annar þeirra viðurkennir lögbrot í viðtali við Morgunblaðið 21. Maí 2009. Þar segir orðrétt.¨Við lentum í  óheppilegri uppákomu með peninga fasta á Íslandi, sem leiddi til þess að við brutum skilyrði í lánasamningum og þurftum að endurfjármagna okkur erlindis¨segir Ágúst.

¨´I þessu felst með öðrum orðum að næstu ár verða fyrst og fremst notuð til að greiða erlendum lánadrottnunum til baka. Þegar búið er að tryggja þeirra hagsmuni verður hægt að færa peninga úr rekstarfélögunum og greiða þeim sem lánuðu(gáfu) Bakkarvör Group.        Það er að segja fyrst að greiða 200 milljarða króna erlendis til  bresk banka og síðan eftir 50-100 ár e.t.v. Live. Hagnaður Bakkvarar dugir varla fyrir afborgun og vöxtum erlendra lána, hvað þá fyrir um 65 milljörðum veðlbandalausum lánum á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband