Heimilin

Heimilin.

Hvar er lausnin á skuldavanda heimilanna? Hún er engin og ríkisstjórnin og ASÍ eiga að skammast sín fyrir aðgerðaleysið. Þúsund fjölskyldur og tugþúsund heimili eru í gríðalegum vanda. Lausnir eru fáránlegar og skilvirknin engin. Hvað er til ráða? Bankarnir og lífeyrissjóðir eru á fullu að afskrifa af útrásaröpunum og kúluloftbólulántökum. Hundruð milljarða afskrifaðir og því er það eðlileg krafa bygð af virðingu og réttlæti fyrir stjórnskránni þ.e.a.s. 71 gr. sem bannar mismunu, að það sama á að gilda um heimilin og fjölskyldurnar. Lífeyrissjóður verslunarmanna gefur Bakkabræðrum og fl. milljarða króna í afskriftir, en á sama tíma gerir hann ekkert fyrir hinn rétta eiganda fjársins lífeyrisgreiðandan. Þetta verður að stöðva strax. Fyrst félagsmaðurinn, en ekki úrásarsjálftökuliðið.

Hugsaðu til þess að þú gætir endurfjármagnað lán heimilisins með því að borga bara tvo aura fyrir hverja krónu lánsin. Þá væri 20 milljóna krónu lánið orðið að 200.000.- krónu láni. Er þetta fáránlegt. Nei, nei því þetta gerðu Bakkabræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir er þeir stálu Bakkvör út úr Existu og það með því að kaupa af sjálfum sér. 40% eignarhlutur Existu í Bakkavör Group hvarf í vasa þeirra í sérstakt eignahaldsfélag í eigu þeirra sjálfra að fullu. Hvað gerðu lífeyrissjóðirnir Live, Gildi og LSR? Ekkert og eru nú að semja við þá um að gefa þeim lifeyrisgreiðslur lífeyrisgreiðanda upp á tugmilljarða króna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband