12.3.2010 | 18:14
Hér er kæra mín til ASÍ vegna einstaklingskosningar til stjórnar VR.
Hafnarfjörður 10.03.2010.
Kæra til miðstjórnar ASÍ.
Undirritaður Guðmundur Ingi Kristinsson, frambjóðandi í einstaklingskosningum til stjórnar VR kærir hér með laga og reglugerðabrot kjörstjórnar VR vegna fyrirhugaðra kosninga til trúnaðarráðs, stjórnar og einstakligskosningar til stjórnar. Þar segir að kjósa verði þrjá menn eða ekkert í einstaklingskosningu.
Þetta er þá ekki lengur einstaklingskosning, heldur hópkosning um 3 menn, eða þríburakosning, eða um einn og tvö viðhengi. Sama gildir um einstaklingskosningu til varamanna.
Þetta er brot á lögum og reglum ASÍ, en þær eru ofar lögum VR, samkv.
32. grein laga ASÍ og reglugerðin skal gilda fyrir öll aðildarsamtök ASÍ og deildir þeirra, eins og stendur orðrétt í 32. grein laga ASÍ og þá var ekki raðað í stafrófsröð eða dregið um röð okkar í einstaklingskjöri, eins og stendur í sömu reglugerð ASÍ 12.gr
1.) Í reglugerð um leynilega allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ 12. gr. Um kjörseðla Segir orðrétt. ¨Sé kosið hreinni persónubundinni kosningu skal á kjörseðli raða frambjóðendum til hvers embættis í stafrófsröð eða draga um röð þeirra. Kjósandi tjáir þá vilja sinn með því að krossa við þá einstaklinga, er hann vill kjósa. Þó skal kjósandi aldrei krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert embætti.
ASÍ 32.gr. Miðstjórn setur með reglugerð fyrirmæli um undirbúning og framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu. Skal reglugerðin vera þannig sniðin, að eftir henni megi fara við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ, kjör fulltrúa á þing aðildarsamtaka og við stjórnar- og trúnaðarmannaráðskosningar í verkalýðsfélögunum.
Reglugerðin skal gilda fyrir öll aðildarsamtök ASÍ og deildir þeirra.
IV. Kafli Önnur ákvæði 19. gr. Lausn ágreiningsmála Rísiágreiningur út af skilningi á reglugerð þessari, úrskurðar miðstjórn ASÍ ágreininginn.
20.gr. Reglugerðarheimild. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 32. grein laga Alþýðusambands Íslands og gildir fyrir öll aðildarsamtökASÍ og deildir þeirra. Þannig samþykkt með áorðnum breytingum á fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands 8. febrúar 2006. Svar ókast strax, því kosningin á að fara fram frá 15. mars til 29.mars 2010.
P.S. Afrit til Halldórs Gröndvold, form.kjörstjórnar.
Virðingarfyllst,
_________________________________________
Guðmundur Ingi Kristinsson
Kæra til miðstjórnar ASÍ.
Undirritaður Guðmundur Ingi Kristinsson, frambjóðandi í einstaklingskosningum til stjórnar VR kærir hér með laga og reglugerðabrot kjörstjórnar VR vegna fyrirhugaðra kosninga til trúnaðarráðs, stjórnar og einstakligskosningar til stjórnar. Þar segir að kjósa verði þrjá menn eða ekkert í einstaklingskosningu.
Þetta er þá ekki lengur einstaklingskosning, heldur hópkosning um 3 menn, eða þríburakosning, eða um einn og tvö viðhengi. Sama gildir um einstaklingskosningu til varamanna.
Þetta er brot á lögum og reglum ASÍ, en þær eru ofar lögum VR, samkv.
32. grein laga ASÍ og reglugerðin skal gilda fyrir öll aðildarsamtök ASÍ og deildir þeirra, eins og stendur orðrétt í 32. grein laga ASÍ og þá var ekki raðað í stafrófsröð eða dregið um röð okkar í einstaklingskjöri, eins og stendur í sömu reglugerð ASÍ 12.gr
1.) Í reglugerð um leynilega allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ 12. gr. Um kjörseðla Segir orðrétt. ¨Sé kosið hreinni persónubundinni kosningu skal á kjörseðli raða frambjóðendum til hvers embættis í stafrófsröð eða draga um röð þeirra. Kjósandi tjáir þá vilja sinn með því að krossa við þá einstaklinga, er hann vill kjósa. Þó skal kjósandi aldrei krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert embætti.
ASÍ 32.gr. Miðstjórn setur með reglugerð fyrirmæli um undirbúning og framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu. Skal reglugerðin vera þannig sniðin, að eftir henni megi fara við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ, kjör fulltrúa á þing aðildarsamtaka og við stjórnar- og trúnaðarmannaráðskosningar í verkalýðsfélögunum.
Reglugerðin skal gilda fyrir öll aðildarsamtök ASÍ og deildir þeirra.
IV. Kafli Önnur ákvæði 19. gr. Lausn ágreiningsmála Rísiágreiningur út af skilningi á reglugerð þessari, úrskurðar miðstjórn ASÍ ágreininginn.
20.gr. Reglugerðarheimild. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 32. grein laga Alþýðusambands Íslands og gildir fyrir öll aðildarsamtökASÍ og deildir þeirra. Þannig samþykkt með áorðnum breytingum á fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands 8. febrúar 2006. Svar ókast strax, því kosningin á að fara fram frá 15. mars til 29.mars 2010.
P.S. Afrit til Halldórs Gröndvold, form.kjörstjórnar.
Virðingarfyllst,
_________________________________________
Guðmundur Ingi Kristinsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.