Ekkert svar frá Live og tap lífeyrissjóðanna

Helgi Magnússon formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (Live) svara umfjöllun Sigrúnar Davíðsdóttur í spegli RÚV með grein í Morgunblaðinu þann 16. nóvember sl. Þarna er hann að svara umfjöllun sem fór fram 9. nóvember og því að svara henni viku seinna. Ég hef verið með skriflegar spurningar hjá Live síðan í vor á ársfundi sjóðsins og nú eru liðið hálft ár og ekkert svar.
Spurningar mínar til sjóðsins varða meðferð þeirra á fjármunum hans til valina vildarvina eins og t.d. KB banka,Existu, Bakkvör og fl. og þá einnig kostnað sjóðsins vegna erlendra bréfa og umsýslugjalda vegna þeirra.
Þar er Live að fela hundruð milljóna króna kostnað og það er gert með því að lækka bara ávöxtunarkröfu sjóðsins úr bara t.d 3,5% í bara 3.3%. Einn lífeyrissjóður hafði þennan kostnað lengi inni í sínum ársreikningi, en hætti því vegna þess að með því var rekstrarkostnaðurinn hjá þeim mun hærri, en hjá hinum sjóðunum.
Hverjir fá þennan feita hundruða eða milljarða kostnað í sinn vasa og hverjir velja þá á jötuna? Er þetta falið á þennan hátt til þess verðlauna útvalda eða eru það vinir og vandamenn sem hnossið fá? Er von að maður velti þessu fyrir sér miðað við að engin svör koma svo mánuðum skiptir. Svar óskast og það innan viku frá Live.


Eru lífeyrissjóðirnir bara fyrir hinna ríku?


Nú er talið að lífeyrissjóðskerfið hafi tapað um 800 milljörðum króna í heild sinni og en stjórna þar flestir sömu menn og bera ábyrgð á þessu skuggalega tapi. Sömu menn og fóru hamförum gagnvart öryrkjum í sjóðunum fyrir hrunið og þá töluðu þeir um örorkubyrgði sjóðanna. Þetta tap dugar til að borga örorkulífeyrir í margar aldir. Eru þá ekki þessir menn sem þessu töpuðu óhugnanleg byrgði á sjóðunum og það með sín háu laun og nær " þúsund milljarða" tap?

Öryrkjarnir voru teknir í vísitöluleik af sjóðsstjórunum og uppreiknaðir að geðþótta þeirra í neysluvísitölu, launavísitölu eða lánskjaravísitölu til þess eins að geta skert veika og slasaða sjóðsfélaga. Vístalan er með beina tengingu við skrímslið í sjóðunum verðtryggingaóskabarnið þeirra sem er notað af verkalýðsforustunni,(ASÍ) vinnuveitendum, (SA) og vinstri velferðastjórninni, (ekki brandari þeir kalla sig það sjálfir), til að skerða bótaþega TR út fyrir dauða og gröf.
Ef ég hef um tvöhundruð þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði fæ ég ekkert frá TR. Ekki þótt ég sé öryrki og sem slíkur þurfi að bera aukakostnað vegna lyfja og annarra lífsskerðingar.
Hvað hefðu Jóhanna forsætisráðherra og Steingrímur fjármálaráðherra sagt og gert á Alþingi í stjórnarandstöðu ef sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í stjórn hefðu skert grunnlífeyrinn upp til agna? Sjáið fyrir ykkur lætin og hvernig þau hefðu tekið Alþingi í gíslingu froðufellandi yfir svo svifyrðislegu óréttlæti. Munurinn á þeim og fyrri ríkisstjórn er sá að fyrri stjórn held ég hefði ekki þorað að gera svo fárálegan þjófnað á lífnauðsýnlegum grunnlífeyri öryrkjanna.
Grunnlífeyririnn er fyrir öryrkjan líflína til að eiga fyrir lyfjum,fæði, og vegna aukakostnaðar hans af fötlun sinni. Að nota lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnsgreiðslur til þess að stela öllum lífeyri af slösuðu fólki eftir slys er ofbeldi af verstu gerð og hvaða ríkisstjórn sem er til ævarandi skammar. En að nota einnig fjármagnstekjur vegna slysabóta makans til að ræna öllum bótum frá TR af maka hans sem er öryrki er ekkert annað en níðingsháttur sem á sér ekki fyrirmynd hjá siðmenntaðri þjóðum, nema hjá okkur hér á Íslandi. Þetta gerir okkur að þjóð sem er með svo vanhæfa stjórnendur á Alþingi, í verklýðsforustunni að þeir hugsa fyrst og fremst um eigin rass og það með því að níðast á þeim sem ekki geta varið sig og að því er virðist til að upphefja sjálfan sig á þeirra kostnað.
Með laun upp á milljón, tvær eða hærri á mánuði og fá lífeyri upp á sömu upphæð segir okkur að þeir eru bara að hugsa vel um launakjör síns sem ráðherrar, verkalýðaleiðtogar og stjórnendur í lífeyrissjóðunum. Sjálftökulið í góðum málum sama hvað kemur fyrir þá.
En þegar um venjulegan lágalaunaþræl eða öryrki er um að ræða þá eiga þeir eta það sem úti frýs og svelta heilu hungri þeirra vegna.
Verlýðsforustan ver verðtrygginguna á lán, en ekki á laun. Hvers vegna?

 Það er talað um "tap " þjóðfélagsins ef vextir væru lækkaðir um 3% á lánum heimilanna. það mundi " kosta " um 240 milljarða króna, Þetta er svo arfavitlaust að það nær engri átt. Þetta er ekki kostnaður heldur bara minni gróði. Hver vaxtaprósenta er um 80 milljarðar og því er 1% til 1,5% vextir um 80 til 120 milljarðar krónu gróði umfram verðtryggingu. 240 milljarðar í viðbót er bara hrein græðgi , ekki tap.

Hættum að láta þessa fjársjúku eiginhagsmunarmenn stela frá veiku fólki framfærslunni þannig að þeir hafi það ógeðslega flott á meðan láglaunaþrælar og bótaþegar standi í yfirbyggðri röð eftir mat sem brátt nær að Miklubraut. Lágmarksframfærslu strax og einn lífeyrissjóð fyrir alla og allir fá jafnt úr honum.

Leyfilegur hámarksfjöldi tákna: 5000 4865

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband