13.3.2014 | 10:36
Lekandi persónuupplýsingar
Lekandi persónuupplýsingar.
Breytingu á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra tóku gildi 1. febrúar 2014. Ein af átæðum breytinganna á lögunum var að koma í veg fyrir svik og finna bótasvikara hjá Tryggingastofnun ríkisins og því varð að gefa Tryggingastofnun ríkisins fullan aðgang að sjúkraskrám bótaþega hjá TR.
Hver eru bótasvikin og hvað á að gera með lögunum til að koma í veg fyrir þau? Á árunum 2007-13 eru flest svikin sem tengjast heimilisuppbót. Heimilisuppbótin er um 32.000 krónur á mánuði og hún fellur niður ef bótaþeginn býr ekki einn. Hún fellur einnig niður er börn bótaþegans ná 18 ára aldri og óháð tekjum þeirra, sem er furðulegt.
Þessi svik koma því ekkert við sjúkraskrám eða upplýsingum úr þeim, heldur varðar rangar upplýsingar um tekjur og eða hvort fólk býr eitt. Það er um veikt fólk og eldriborgara að ræða sem ekki vita um lög og reglur TR og því ekki um svik að ræða.
Á sömu árum eru næstmestu svikin vegna meðlaga, síðan eru það búsettir erlendis og þá mæðra- og feðralaun. Í heild eru þetta rúmlega 2 milljarðar króna á fimm árum. Árið 2012 eru þessi svik um 120 milljónir króna og því langt frá þeim 3-4 milljörðum króna sem talað var um að svikin væru á hverju ári. Þá er óupplýst hvað mikið skilar sér til baka til TR árinu síðar með innheimtuaðgerðum.
Ekkert af því sem her á undan er talið upp sem svik hjá Tryggingastofnun ríkisins kemur sjúkraskrám bótaþega hjá TR nokkuð við. Hvers vegna þarf því Tryggingastofnun ríkisins óheftan aðgang að sjúkraskrám skjólstæðinga ? Fyrir hvern er þessi ólöglegi aðgangur TR að öllum sjúkraskráupplýsingum um allt sem í sjúkraskrám skjólstæðinga stendur og hvernig á að nota þær ?
Stjórnarskráin sem bannar mismunun, friðhelgi einkalífsins, persónuvernd, mannréttindasáttmáli Evrópu og Sameiniðuþjóðanna allt horfið með lögum frá Alþing. Samþykkt með atkvæðum allra Alþingismanna um að allar sjúkraskrá skjólstæðinga Tryggingastofnunar ríkisins verði á borðum heilbrigðisstarfsmanna TR. Hvaða heilbrigðistarfmenn fá fullan aðgang ? Eru það allir starfsmenn TR eða eru það bara læknar sem eru að vinna fyrir tryggingafélög og tryggingastofnun ríkisins á sama tíma ?
Það að ná svikurum hjá TR með sjúkraskrám stenst ekki. Þetta er eins og að koma í veg fyrir skattsvik með því að fá fullan aðgang að sjúkraskrám allra skattgreiðenda. Komum við þá ekki í veg fyrir öll svik á Íslandi með fullum aðgangi að öllum sjúkraskrám allra landsmanna ? Er friðhelgi einkalífs um sjúkraskrár fyrir alla nema skjólstæðingar TR, sem eru veikt og slasað fólk, eldriborgarar, langveik börn og einstæðir foreldrar.
Á borðum Tryggingastofnunarinnar verða skrár um t.d. HIV, kynsjúkdóma, krappamein í legi, brjósti og lýtaaðgerðir og fl. og fl. Allt er þeim falt og það bara ef þeir telja sig nauðsynlega þurfa á þeim að halda "vegna ákvörðunar um greiðslu bóta og vegna eftirlitshlutverks hennar," eins og segir orðrétt í 42. gr. laganna. Vegna eftirlitshlutverks TR eru allir skjólstæðingar þeirra sviptir öllum mannréttindum.
Í 39. gr. laganna er maka umsækjanda eða greiðsluþega einnig skylt að taka þátt í meðferð málsins, m.a. með því að koma til viðtals og veita Tryggingastofnun þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru svo unnt sé að taka ákvörðun um bótarétt, fjárhæðir og greiðslu bóta og annarra greiðslna samkvæmt lögunum.
Makinn verður tekinn á teppið hjá TR og honum skylt að afhenda allar upplýsingar um t.d. sjúkraskrár. Makanum og bótaþeganum er skylt að afhenda upplýsingar um allt þeirra líf, allt. Upplýsingaskylda fyrir TR er einnig hjá Skattyfirvöldum, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá Íslands, Innheimtustofnun sveitafélaga, Fangelsismálastofnun, Útlendingastofnun, ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, lífeyrissjóðum, sjúkrastofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili, LÍN og mennta.- og háskólum. Stóri bróðir er kominn og fær allt um okkur.
Lekan úr Innanríkisráðuneytinu á persónuupplýsingum hælisleitanda var tekið fyrir á Alþingi og í fjölmiðlum. Alþingi var rétt áður búin að samþykkja einróma afnám persónuverndar á tugþúsundum skjólstæðinga TR og það án athugasemda, nema hvað Píratar báðust afsökunar eftirá. Mismunun er bönnuð og allir eiga að vera jafnir fyrir lögum er það ekki þingmenn ?
En hvað með upplýsingaskyldu TR ? Er ekki sjálfsagt að skjólstæðingar þeirra fái að sjá allt sem TR er með á þeirra borðum. Í sjúkraskrám eru upplýsingar um fólk sem það ekki veit um og þær geta verið rangar og því ber þeim að fá aðgang að þeim til að geta varið sig gegn TR.
Öll svik ber að koma í veg fyrir með öllum löglegum ráðum. Berum fulla virðingu fyrir öllum og ef það er lausnin að uppræta svik með aðgangi að sjúkraskrám, þá gildi það um alla og öll svik. Ef ekki þá á bara að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur hjá skjólstæðingum Tryggingastofnunarríkisins og þá er Persónuvernd bara fyrir útvalda.
Öryrki og formaður BÓTar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2011 | 10:09
Vanvirða og ranglæti
"Að skipta íslendingum upp í hópa og segja að sumir þeirra séu "öryrkjar" er eins konar aðskilnaðarstefna. Það er verið að gera upp á milli fólks, flokka það á grundvelli sjúkdóma og gefa í skyn að þeir sem teljast öryrkjar séu einskins nýttir þjóðfélagsþegnar og byrði á samfélaginu. Við eigum að leggja þessa aðskilnaðarstefnu niður, hætta þessari flokkun og þurrka þetta orð út.
Þessi tímabæru orð skrifaði Styrmir Gunnarsson í Morgunblaðið 21. nóv. 2010 í grein um öryrkja og aðskilnaðarstefnu.
Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur sem er í framboði til stjórnar VR skrifaði ótrúlega grein í Morgunblaðið 17. mars sl. uppfulla af vanvirðinu, ranglæti og fordómum gagnvart mér og öðrum öryrkjum undir nafninu. " Er VR baráttufélag öryrkja". Þarna er hún að svara grein minni frá 7.mars sl. Hún er þeirrar skoðunar að veikir, sem voru félagsmenn VR áður en þeir fóru á örorku, séu í félaginu til að geta nýtt sér t.d. félagsleg réttindi, s.s. sumarhús (höfum ekki efni á að nota þá) varasjóð,(skertur kr. á móti kr. af TR ).
Eyrún er einnig þeirrar skoðunar að öryrkjar eigi ekki að vera í framvarðasveit VR enda er það fyrst og fremst félag fólks á vinnumarkaði. Hvað með alla þá veiku sem eru í hlutavinnu eða í fullri vinnu á lágmarkslaunum og borga í VR?
Þá telur Eyrún öryrkja sama og einyrkja og ruglar þarna sama orðum sem eru bæði með "yrkja" í endingu, eins og núverandi formaður Kristinn Örn, og varaformaðurinn Ásta Rut og fl. gera. En einyrki er sá sem starfar einn og hefur ekki menn í vinnu. Orðið " ÖRYRKI" nær yfir fjölda einstaklinga, en aðallega um veikt og slasaða fólk bæði með vinnu og án vinnu.
Ég er öryrki og er að sækjast eftir því í löglegum kosningum að verða kosinn til stjórnar VR. Ég mun berjast fyrir láglaunaþega og atvinnulausa félagsmenn í VR. Atvinnuleysið kemur harðast niður á konum og ef þær falla út af þeim bótum bíður þeirra félagsbætur,en verið í áfram VR gegn greiðslu félagsgjalds.
Stjórnarstarf í VR er er hlutastarf þ.e.a.s. ekki einkastarf Eyrúnar og þeirra heilbrigðu og fullfrísku sem eru henni sammála . Eyrún er sjálf í hlutastörfum þ.e.a.s. 50% hjá félagsdeild Lögmannafélags Íslands og framkvæmdastjóri Lögfræðingafélagi Íslands í 25% starfi. Enn eitt hlutastarfið í lagi fyrir hana, en ekki eitt einasta hlutastarf í lagi fyrir mig og þá alls ekki í stjórn VR, ef hún fær að ráða.
Þá segir Eyrún í grein sinni að veikir og slasaðir sé ekki á vinnumarkaði og á af þeirri ástæðu ekki að vera í forystu VR. Síðan kemur ótrúleg yfirlýsing hennar um að annað gildi um atvinnulausa og fólk með tímabundna örorku enda stefna þeir aftur á vinnumarkaðinn.
Hvað er að hjá þér Eyrún? Ert þú með læknispróf og sérfræðingur um hverjir það eru sem eru á tímabundinni örorku og hefur þú þau völd að úrskurða fólk óvinnufært með öllu og þá banna því að fara á vinnumarkað?
Ef þú ert í vafa með hverja þú vilt kjósa þá er þetta fólkið sem ég vil helst vinna með segir Benóný Valur Jakobsson frambjóðandi til stjórnar VR á heimasíðu sinni.Þ.e.a.s. Kristinn Örn Jóhannesson, Ásta Rut Jónasdóttir, Bjarni þór Sigurðsson, Gunnar Heiðberg Gestson, Pálmey Helga Gísladóttir, Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir og Eyrún Ingadóttir. Er þetta fólk allt sammála Eyrúnu um öryrkjafordóma hennar? Álit sem er á ábyrgð Kristins formanns og Ástu varformanns á lagabreytingu á kostnað öryrkja hjá VR liggur fyrir.
80% öryrkja aðspurðir vilja vinna, en möguleikarnir eru takmarkaðir og menn hræðast að tapa réttindum hjá skerðingastofnun ríkisins TR og lenda á fordómafullu eineltisfólki. Uppbygging bótakerfisins og aðstæður á vinnumarkaði koma í veg fyrir atvinnuþátttöku stórs hluta öryrkja og að breytingum á þessu vill ég vinna innan VR. Ég mun vinna að öllum góðum málum innan VR ef ég verð kosinn í stjórn sama hvaðan eða frá hverjum þau koma.
Eyrún sem kona er kominn í stjórn eða sem varamaður í stjórninni sama hvernig kosningarnar fara vegna kynjakvótans og verður að vinna með mer ef ég verð einnig kosinn. Getur hún það og það fólk sem hún er í samfloti með?
Geðhjálp sendi frá sér yfirlýsingu í Mbl. vegna örorkulagabreytingarnar hjá VR og lýsti hneykslan sinni á henni. " Þetta er gróf mismunun gagnvart fötluðum og sjúkum félagsmönnum verklýðsfélagsins og verður ekki liðin" segir í henni. Geðhjálp hvatti einnig alla réttsýna félagsmenn VR til að koma í veg fyrir að öryrkjum yrði sýnt slíkt virðingarleysi og óréttlæti.
Endum á orðum Styrmis Gunnarssonar úr greininni 21. nóv. sl. " Sá sem er fullfrískur í dag getur verið kominn í hjólastól á morgun. Það er því miður veruleikinn í lífi okkar. Þetta samfélag á ekki að vera spurning um okkur og þá. Grundvöllur þess á ekki að vera sá að einhverjir hópar í samfélaginu hafi tilhneigingu til að líta þá hornauga sem hafa orðið fyrir þeirri þungu raun að verða alvarlega veikir."
Þá segir Styrmir um jafnrétti. "Það er mikið talað um jafnrétti. Það snýst ekki bara um jafnrétti kynja heldur líka um jafnrétti milli hinna frísku og þeirra sem eru sjúkir.
Við mundum búa í betra samfélagi á eftir."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 14:47
Óvirðing og óréttlæti
"Þeir félagsmenn sem hætta störfum á vinnumarkaði vegna örorku geta verið áfram félagsmenn gegn greiðslu félagsgjalds en njóta ekki kjörgengis til stjórnar í félaginu." Þessi ótrúlega lagabreyting á 3.gr. Félagsaðildar á lögum VR var lögð fram á framhaldsaðalfundi VR þann 11. janúar sl. Skýringar formanns og varaformannsins VR voru þær að þau ásamt meirihluta stjórnarinnar og trúnaðarráðs hefðu ákveðið þessa lagbreytingu. Ástæðan væri óánægja þeirra við framboði öryrkja til stjórnar og Þá væru öryrkjar í sama flokki og einyrkjar á vinnumarkaði.
Í lögum VR er einyrki sá sem starfar einn og hefur ekki menn í vinnu.
Að telja öryrkja með einyrkjum er fáránlegt og samkvæmt því væru atvinnulausir einnig einyrkjar, er það ekki ? Var plottið e.t.v. bara það að setja eins lög á atvinnulausa næst?
Hvers vegna átti bara að banna öryrkjum eftir greiðslu félagsgjalda að bjóða sig fram til stjórnar, en leyfa þeim að bjóða sig fram til formanns? Hvað er að hjá fullfrísku vinnandi fólki hjá VR sem komu að þessari
eineltislagabreytingu? Lifir það í ótta um yfirtöku þeirra um 170 öryrkja sem eru skráðir í VR? Hvaða þörf hefur þetta fólk til að ráðast á þennan ógeðfelda hátt á veika og slasaða VR félaga? Sýnum öllum virðingu og réttlæti og þó að lagabreytingin hafi verið dregin til baka, þá ber ykkur sem að þessari lagabreytingu komuð að biðjast afsökunar á henni, en það hefur engin gert enn þá.
Ég er eini öryrkinn sem hefur boðið sig fram til stjórnar VR og e.t.v. er þessi lagabreyting gerð til þess að stoppa mig? Virkar ekki, því ég er í framboði. Óttast þau um friðinn og samstöðuna í stjórn VR ? Ég vona heitt og innilega að þeir VR félagar sem þola ekki svona óréttlæti skoði fyrir hvað ég er að berjast og kjósi mig ef ykkur líkar það.
Ég fór í tvær stóraðgerðir á hryggnum vegna umferðaslysins 1993, þar sem háls og mjóbak var spengt með járnplötum, skrúfum og járnliðamótum og einnig notaður beinmassi frá mjöðm til festingar. Síðan tók við tveggja ára endurhæfing en hún varð að engu við umferðaslysið 1999. Við það varð að skera aftur í mjóbakshryggvöðvann og taka járnliðamótin. Þetta var gert 2003 og síðan þá hef ég verið í endurhæfingu og býð mig nú fram til stjórn VR.
Að missa vinnu og heilsuna er gríðarlegt áfall, en vonin um að geta náð, þó það væri ekki nema smá vinnufærni þá er það alls endurhæfingarerfiðisins virði. Að vera stjórnarmaður í VR er bara hlutavinna og kjörtímabilið er tvö ár og ef eitthvað kemur upp á þá eru 3 varamenn til staðar. Í þessu ljósi eru öryrkjalagabreytingar VR stór furðulegar ef skoðaður er stuðningur VR við starfsendurhæfingarsjóðinn Virk, sem er hjá ASÍ Sætúni 1. Starfsendurhæfing hjá Virk er fyrir öryrkja til allra starfa, nema til stjórnarstarfs hjá VR. Hvar er virðingin og réttlætið?
Afar og ömmur eru með skerðingum lífeyrisréttinda skammtaðir um kr. 65.000.- í vasapeninga á elliheimilum. Hundruð þúsunda af lífeyrissjóðsgreiðslum þeirra teknar og hvar er veraklíðshreyfingin? Lífeyristekjur mínar frá lífeyrissjóði verslunarmanna er notaðar til skerðingar á öllum bótum mínum frá TR, þegar skatturinn er tekinn inn í dæmið.
Eftirfarandi skerðingum á mánuði hef ég orðið fyrir á bótum mínum. TR er um kr.-27.800.- Lífeyrissjó.-verslunarmanna er um kr.-12.500.- Barnabætur frá ríkinu bótatengdar er um kr.-7.500.- Húsleigubætur eru um kr.-17.000.- eða samtals um mínus kr.- 64.800.- á mánuði.
Skattur ríkisins af bótum mínum frá TR og Live er um kr. 570.000.- á ári en útborgað frá TR er um kr. 520.000.- eða um kr. 50.000.- minna frá TR ,en skatturinn er. Því er ég sem öryrki ekki á framfærslu ríkisins, heldur eingöngu frá Lífeyrissjóði verslunarmanna. Hugsið um þetta, því þetta sýnir ótrúlegar skerðingar í kerfinu frá lífeyrissjóðnum til ríkisins, ríkinu í hag.
En hvað um hálaunaliðið og lífeyrinn þeirra? Engar skerðingar og aðallinn fær að eiga sinn sparnað og fjármagnstekjur óskertar.Um milljón á mánuði og má vera með hundruð milljónir í banka án skerðingar á sama tíma og alþýðan, þ.e.a.s. láglaunaþegar og bótaþegar þessa lands eru skertir til fátæktar og til upptöku á þeirra lífeyrir með krónu á móti krónu. Þetta er þeirra réttlæti og hvar er virðing verklýðshreyfingarinnar ?
Hún er að undirbúa launasamninga upp á um 7% á þrem árum sem skilar lálaunþegunum um kr. 14.000.-, en hálaunaaðlinum um kr. 140.000.- eða um 126.000.- krónur hærri laun. Þetta er þeirra prósenturéttlæti og virðingin er sú að Hæstaréttadómarar fá kr.101.000.- í eingreiðsluhækkun, vegna álags, en bótaþegar eiga að standa áfram í biðröðum eftir mat.
Ný neysluviðmið komu fram nýlega og þar þarf einstaklingur um kr. 290.000.- á mánuði til framfærslu eftir skatt. Því er það þjóðráð að hækka bara öll laun og bætur um kr. 101.000.- og þá verða lágmarkslaun um kr. 290.000.- og höfum þau skattlaus og þá eru nýju neysluviðmiðin komin. Tvöföld hækkun á mat og öðrum nauðsynjum er komin fram og það er einstaklingum og barnafjölskyldum þung byrði ásamt húsnæðislánunum.
Stöndum saman fyrir Virðingu og réttlæti fyrir alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 11:57
Ekkert svar frá Live og tap lífeyrissjóðanna
Helgi Magnússon formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (Live) svara umfjöllun Sigrúnar Davíðsdóttur í spegli RÚV með grein í Morgunblaðinu þann 16. nóvember sl. Þarna er hann að svara umfjöllun sem fór fram 9. nóvember og því að svara henni viku seinna. Ég hef verið með skriflegar spurningar hjá Live síðan í vor á ársfundi sjóðsins og nú eru liðið hálft ár og ekkert svar.
Spurningar mínar til sjóðsins varða meðferð þeirra á fjármunum hans til valina vildarvina eins og t.d. KB banka,Existu, Bakkvör og fl. og þá einnig kostnað sjóðsins vegna erlendra bréfa og umsýslugjalda vegna þeirra.
Þar er Live að fela hundruð milljóna króna kostnað og það er gert með því að lækka bara ávöxtunarkröfu sjóðsins úr bara t.d 3,5% í bara 3.3%. Einn lífeyrissjóður hafði þennan kostnað lengi inni í sínum ársreikningi, en hætti því vegna þess að með því var rekstrarkostnaðurinn hjá þeim mun hærri, en hjá hinum sjóðunum.
Hverjir fá þennan feita hundruða eða milljarða kostnað í sinn vasa og hverjir velja þá á jötuna? Er þetta falið á þennan hátt til þess verðlauna útvalda eða eru það vinir og vandamenn sem hnossið fá? Er von að maður velti þessu fyrir sér miðað við að engin svör koma svo mánuðum skiptir. Svar óskast og það innan viku frá Live.
Eru lífeyrissjóðirnir bara fyrir hinna ríku?
Nú er talið að lífeyrissjóðskerfið hafi tapað um 800 milljörðum króna í heild sinni og en stjórna þar flestir sömu menn og bera ábyrgð á þessu skuggalega tapi. Sömu menn og fóru hamförum gagnvart öryrkjum í sjóðunum fyrir hrunið og þá töluðu þeir um örorkubyrgði sjóðanna. Þetta tap dugar til að borga örorkulífeyrir í margar aldir. Eru þá ekki þessir menn sem þessu töpuðu óhugnanleg byrgði á sjóðunum og það með sín háu laun og nær " þúsund milljarða" tap?
Öryrkjarnir voru teknir í vísitöluleik af sjóðsstjórunum og uppreiknaðir að geðþótta þeirra í neysluvísitölu, launavísitölu eða lánskjaravísitölu til þess eins að geta skert veika og slasaða sjóðsfélaga. Vístalan er með beina tengingu við skrímslið í sjóðunum verðtryggingaóskabarnið þeirra sem er notað af verkalýðsforustunni,(ASÍ) vinnuveitendum, (SA) og vinstri velferðastjórninni, (ekki brandari þeir kalla sig það sjálfir), til að skerða bótaþega TR út fyrir dauða og gröf.
Ef ég hef um tvöhundruð þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði fæ ég ekkert frá TR. Ekki þótt ég sé öryrki og sem slíkur þurfi að bera aukakostnað vegna lyfja og annarra lífsskerðingar.
Hvað hefðu Jóhanna forsætisráðherra og Steingrímur fjármálaráðherra sagt og gert á Alþingi í stjórnarandstöðu ef sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í stjórn hefðu skert grunnlífeyrinn upp til agna? Sjáið fyrir ykkur lætin og hvernig þau hefðu tekið Alþingi í gíslingu froðufellandi yfir svo svifyrðislegu óréttlæti. Munurinn á þeim og fyrri ríkisstjórn er sá að fyrri stjórn held ég hefði ekki þorað að gera svo fárálegan þjófnað á lífnauðsýnlegum grunnlífeyri öryrkjanna.
Grunnlífeyririnn er fyrir öryrkjan líflína til að eiga fyrir lyfjum,fæði, og vegna aukakostnaðar hans af fötlun sinni. Að nota lífeyrissjóðsgreiðslur og fjármagnsgreiðslur til þess að stela öllum lífeyri af slösuðu fólki eftir slys er ofbeldi af verstu gerð og hvaða ríkisstjórn sem er til ævarandi skammar. En að nota einnig fjármagnstekjur vegna slysabóta makans til að ræna öllum bótum frá TR af maka hans sem er öryrki er ekkert annað en níðingsháttur sem á sér ekki fyrirmynd hjá siðmenntaðri þjóðum, nema hjá okkur hér á Íslandi. Þetta gerir okkur að þjóð sem er með svo vanhæfa stjórnendur á Alþingi, í verklýðsforustunni að þeir hugsa fyrst og fremst um eigin rass og það með því að níðast á þeim sem ekki geta varið sig og að því er virðist til að upphefja sjálfan sig á þeirra kostnað.
Með laun upp á milljón, tvær eða hærri á mánuði og fá lífeyri upp á sömu upphæð segir okkur að þeir eru bara að hugsa vel um launakjör síns sem ráðherrar, verkalýðaleiðtogar og stjórnendur í lífeyrissjóðunum. Sjálftökulið í góðum málum sama hvað kemur fyrir þá.
En þegar um venjulegan lágalaunaþræl eða öryrki er um að ræða þá eiga þeir eta það sem úti frýs og svelta heilu hungri þeirra vegna.
Verlýðsforustan ver verðtrygginguna á lán, en ekki á laun. Hvers vegna?
Það er talað um "tap " þjóðfélagsins ef vextir væru lækkaðir um 3% á lánum heimilanna. það mundi " kosta " um 240 milljarða króna, Þetta er svo arfavitlaust að það nær engri átt. Þetta er ekki kostnaður heldur bara minni gróði. Hver vaxtaprósenta er um 80 milljarðar og því er 1% til 1,5% vextir um 80 til 120 milljarðar krónu gróði umfram verðtryggingu. 240 milljarðar í viðbót er bara hrein græðgi , ekki tap.
Hættum að láta þessa fjársjúku eiginhagsmunarmenn stela frá veiku fólki framfærslunni þannig að þeir hafi það ógeðslega flott á meðan láglaunaþrælar og bótaþegar standi í yfirbyggðri röð eftir mat sem brátt nær að Miklubraut. Lágmarksframfærslu strax og einn lífeyrissjóð fyrir alla og allir fá jafnt úr honum.
Leyfilegur hámarksfjöldi tákna: 5000 4865Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 11:46
Bótasvindl tryggingafélaganna
Hvers vegna eru bifreiðatryggingagjöld ekki tekjutengt ? Ef við lendum í bifreiðaslysi og fáum bætur frá tryggingafélaginu eru þær tekjutengdar að ákveðnu hámarki og því eru þeir sem eru á lágum launum, bótum og á námslánum að borga með tryggingagjöldum sínum fyrir þá launaháu. Að tekjutengja bætur út frá tryggingafélögunum, en ekki einnig inn er bara löglegur þjófnaður frá Alþingi.
Ef láglaunaþræll fær 10. milljónir í bætur þá fær útvalinn hálaunaséran 40. milljónir í sinn hlut fyrir sama líkamstjón. Þetta er löglegur þjófnaður. Hvers vegna þarf láglaunafólkið, bótaþegar og námsmaðurinn að borga fyrir þá hálaunuðu, sem vegna sinni háu launa fá einnig betri og ódýrari tryggingar hjá tryggingafélögunum. Þetta er gróft stjórnarskrárbrot sem bannar mismunun. Hvað er að hjá ykkur þingmenn sem hafið samið og samþykkt svona gróf lög sem mismuna svona slösuðu fólki? Er það svo þið með ykkar laun og lögmenn og aðrir hálaunaaðall hafið það betra eftir slys, en sauðsvartur almenningur? Að níðast bótalega á öðrum slösuðum til þess að fá fjórsinnum betri bætur sjálfur er fáránlega skammarlegt fyrir ykkur þingmenn.
Hvers vegna fá ekki allir sömu bætur, fyrst allir borga svo til það sama í tryggingagjöld til tryggingafélaganna? Er það ekki bara eðlileg krafa að allir séu jafnir fyrir lögum þingmenn og lagaspekingar?
Þá er það annað sem eru ótrúlegt óréttlæti og það er gjafsókn til að fara í mál við fjársterk og fjársjúk tryggingafélöginn. Hvers vegna er það ekki í skaðbótalögunum ákvæði um að rétt slasaðra til að fá gjafsókn til að fara í mál við trygginningafélöginn? Það er oft búið að neita mér um gjafsókn til að fara í mál við Vátryggingafélagið VÍS og er það eðlalegt að í gjafsóknarnefnd er stjórnarmaður í VÍS? Fyrrum stjórnarmaður í Kaupþing banka, og fl. félögum er á launum hjá ríkinu í gjafsóknarnefnd.
Ég fékk rúmlega 400.000.- kr. í bætur frá VÍS vegna umferðaslys frá 1999 og hef verið 100% óvinnufær í þau tíu ár sem liðin eru frá slysinu. Ef ég fæ ekki gjafsókn, en beiðni um hana er nú en og aftur fyrir nefndinni þá verða bætur mínar vegna slysins um 60. kr. á dag eða um 2000. kr á mánuði og það dugir ekki fyrir strætó aðra leið eða hvað þá fyrir lyfjum og læknishjálp?
Vátryggingasvindl og þú borgar segir Vigdís Halldórsdóttir lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja í grein í Fréttablaðinu og segir þar að þeir sem ákveða að svindla á tryggingafélaginu sínu eru í raun að svindla á okkur sem erum heiðarlegir viðskiptavinir. En hvað segir hún um svik og svindl tryggingafélaga gagfnvart bótaþegum með því að nota hér lögfæðinga og ótakmarkaða fjármuni til að vaða yfir slasað fók sem getur ekki varið sig vegna veikinda og fjárskort vegna umferðaslys?
Þá hefur Hæstiréttur Íslands með dómi gefið læknum tryggingafélagsins VÍS fullt og ótakmarkað leyfi til að ná í sjúkraskrár slasaðra hjá Landsspítalanum og falsa þær. Allar sjúkraskrár og það án heimildar viðkomandi sjúklings eða leyfi frá yfirstjórn LSH. Eina sem læknarnir þurfa gera er að ljúga um umboð sem er aldrei í málinu og ekki er þörf á að nota það nokkurn hátt til að fá áheftan aðgang. Hvar er Persónuverndin? Bara brandari að áliti Hæstaréttar Íslands og allt gert fyrir VÍS. Hvers vegna?
Tryggingafélöginn gera flottar og dýrar kannanir um svik og svindl kúnna sinni og ásaka fjölda þeirra svo um svik og svindl. En hvar er könnunin um svik og svindl tryggingafélaganna gagnvart tjónþolum? Ekkert bara þögnin og árrásir á bótaþega tryggingafélaganna til að gera alla þeirra kúnna sem eiga rétt á bótum að svindlurum.
Hvað með " bótasjóðina" ? Hvar eru þeir? Einn 11 milljarða fór og millilenti á Tortóla á leið í lúxus íbúðir í Kína? Kom síðan sem sundlaug á Álftanesi til syndaaflausnar fyrir Sjóvá. Annar um 30 milljarðar fór af því sem fréttir segja til Hollands og þaðan til Panama, þar sem hann hvarf.
Hvar er Fjármálaeftirlit, sem ber að sjá um að bótasjóðirnir sé varðir fyrir þjófum og ræningjum innanfrá? FME gerir ekkert því þar var ekkert eftirlit með Þjófnaði innanhús hjá trygginningafélögunum.Hvers vegna FME?
Er e.t.v. tregðan á gjafsókn sú að allir bótasjóðir tryggingafélaganna er tómir og því ekkert hægt að borga í bætur?
Ný gjafsóknalög voru tilbúin á þingi og það í boði norrænu velferðastjórnarinnar, en hurfu svo á sama tíma og stjórn Jóhönnu og Steingríms gerði aftur nokkra ára samning við sömu gjafsóknarnefndina. Já og það með stjórnarmanni VÍS í nefndinni aftur?
Að lenda í umferðaslysi og vera í 100% rétti, en fá ekki bætur né gjafsókn er fáránlegt og sýnir bara hvernig óréttlætið er varið af þingmönnum og þeim lögmönnum sem komið hafa að lagagerðinni fyrir þá. Þá er þeirra eigin réttur og þeirra sem þeim er þóknanlegir tryggður mun betri réttur til bóta í skaðabótalögunum á kostnað venjulegra láglaunaþræla, bótaþega og námsmanna. Hvers vegna er þetta svona þingmenn og lagaprófessorar? Er þetta viljandi gert? Þögn er sama og samþykki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 15:01
Stjórnsýslukæra á gjafsóknarnefnd
Undirritaður Guðmundur Ingi Kristinsson , kæri hér með niðurstöðu sérskipaðar gjafsóknarnefndarmanna ad hoc,dags. 1. fébrúar sl. Dóms- og mannréttindaráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir gjafsókn vegna fyrirhugaðrar málshöfðunar á hendur gjafsóknarnefnd, þ.e. þeim Þorleifi Pálssyni, Helga I. Jónssyni og Ólafi Gústafssyni, en gjafs. ad hoc, hafnar gjafsókn og vísar í bréf frá mér dags. 11. janúar sl. í kafla auðkenntur orðunum. Væntanlegar kröfur.
Síðan segir gjafs. ad hoc orðrétt. ¨Þar er þó ekki að finna nokkuð um hvaða kröfur umsækjandi hyggst gera á hendur hinum reglulegum nefndarmönnum gjafsóknarnefndar í fyrirhuguðu dómsmáli. Þetta segja kolvanhæfir nefndarmennirnir Jón Eysteinsson hrl (Fyrrum Sýslumaður eins og Þorleifur) fyrir Sýslumannafélagið ?, Þorgeir Ingi Njálsson( Dómstjóri eins og Helgi) fyrir Dómarafélag Íslands og Bogi Nilsson lögmaður í gjafsóknarnefnd fyrir Lögmannafélag Íslands eins og Ólafur. Allir kolvanhæfir að taka á eigin félögum sem eru í sömu félögum og þeir og það samkv. Stjórnsýslulögum 1.gr. og 3.gr. lið 5 og 6 og auðvitað hafnar þeir gafsókn með lygum, eins og reglulegu gjafsóknar félagar þeirra gerðu.
Í bréf frá mér dags. 11. janúar sl. í kafla auðkenntur orðunum. Væntanlegar kröfur. segir orðrétt. ¨Gafsóknarnefndun þarf að svara því í dómi og það er krafa mín að hún geri grein fyrir hvers vegna dópsali fékk gjafsókn til að fara í mál við DV upp á um hálfa milljón króna og einnig annað eins til að fara í mál víð ríkið eða í heild kr 1.000.000.-, en mér er neitað um sömu upphæð til að fá löglegar skaðbætur hjá VÍS eftir umferðaslys í 100% rétti.Útvaldir fá gjafsókn til að fara í slysamál á Spáni, en ég ekki á Íslandi?
Það þarf að svara því af gjafsóknanefndinni fyrir dómi. ¨ ( Er þetta ekki krafa? Á hvaða túni og með hvaða hundi eru þeir gjafs. ad hoc )
Rúnar Þór Róbertsson fær gafsókn til að dæma dauð og ómerk frétt í DV, fyrirsögn ¨Hræddur kókaínsmyglarar¨ og einnig gegn ríkinu fékk hann gjafsókn??? En ekki gjafsókn til mín til að fara í mál við VÍS vegna umferðaslys í 100% rétti, eða til að fara í mál við gjafsóknanefndina sem Ásgeir Thoroddsen hrl. stjórnarmaður VÍS er í ?
Aftur. Rúnar Þór Róbertsson gafsókn til að dæma dauð og ómerk frétt í DV, fyrirsögn ¨Hræddur kókaínsmyglarar¨ og einnig gegn ríkinu fékk hann gjafsókn??? Ekki gjafsókn til mín vegna umferðaslys gegn VÍS, bara dópsali og þá bara gegn DV?
Hvers vegna fékk Hrafn Gunnlaugsson gafsókn til að fara í mál vegna umferðaslys á Spáni, en ég ekki gegn VÍS á Íslandi?
Aftur. Hvers vegna fékk Hrafn Gunnlaugsson gafsókn til að fara í mál vegna umferðaslys á Spáni, en ég ekki gegn VÍS á Íslandi?
Þetta er brot á stjórnaskráni 71, gr. bann við mismunun.
Svar óskast strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2010 | 14:54
Kæran til miðstjórnar ASÍ.
Rísi ágreiningur um skilning á lögum og reglugerð ASÍ um framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu skal miðstjórn úrskurða um hann.
Sakvæmt 19. gr. laga VR um Kjörstjórn. Þar sem segir orðrétt.. ¨Kjörstjórn sér alfarið um frakvæmd kosninga samkvæmt reglugerð ASÍ.¨ Í 20.gr sömu laga VR orðrétt.
¨Árlega skulu 4 stjórnarmenn og trúnaðarráð kosið í listakosningu en 3 stjórnarmenn og 3 varamenn í einstaklingsbundinni kosningu.
Lög ASÍ 32.gr.Miðstjórn setur með reglugerð fyrirmæli um undirbúning og framkvæmd allsherjaratkvæðagreiðslu. Skal reglugerðin vera þannig sniðin, að eftir henni megi fara við kjör fulltrúa á ársfund ASÍ, kjör fulltrúa á þing aðildarsamtaka og við stjórnar- og trúnaðarmannaráðskosningar í verkalýðsfélögunum.
Reglugerðin skal gilda fyrir öll aðildarsamtök ASÍ og deildir þeirra.
8. grein laga ASÍ. Aðildarsamtökin hafa fullt frelsi um sín innri mál, þó þannig að ekki brjóti í bága við lög ASÍ eða samþykktir ársfunda.
13. grein laga ASÍ. Með aðild sinni að ASÍ gangast aðildarsamtökin undir þann skilning að lög ASÍ séu æðri lögum einstakra aðildarsamtaka.
Með aðild sinni að ASÍ skuldbinda aðildarsamtökin sig til að hlíta ákvæðum laga þessara svo og ákvörðunum og samþykktum sem á þeim byggjast.
1.) Í einstaklingskosningu til stjórnar VR verða þátttakendur í allherjaratkvæðagreiðslunni að kjósa þrjá menn í stjórn, hvorki fleirri né færri, þ.e.a.s. ef ekki er sjálfkjörið í þau sæti.Það má því ekki kjósa fleirri né færri en þrjá í pakka, sem er ekki samkvæmt reglugerð ASÍ
2.) Né færri er ekki til í lögunum eða reglunum, því þar stendur orðrétt.. ¨Þó skal kjósandi aldrei krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert embætti.¨ Kæri þetta hér með.
3.) Kæri því hér með einstaklingskosninguna til stjórnar VR til miðstjórnar ASÍ. Þetta er ekki einstaklingskosning, heldur pakka kosningu með þrem í pakka. Miðstjórn ber að taka á kærunni samkv. lögum ASÍ, reglugerð og lögum VR.
4.) Kæri einnig hér með röðunina á listan í einstaklingskosningunni, hún var ekki samkvæmt lögum eða reglum, þar sem ekki var raðað eftir stafrófsröð eða dregið. Einn starfsmaður VR á einhverjum skuggastað að láta tölvu draga um röðina og tölvan dróg auðvitað rétt fyrir A-listan. Ef stafrófsröð hefði ráðið, þá hefði ég verið efstur í röðinni, en var þess í stað settur neðstur og öllum til undrunar tveir efstu voru frá A-lista.
Reglugerð ASÍ 12. gr. Um kjörseðla Sé kosið hreinni persónubundinni kosningu skal á kjörseðli raða frambjóðendum til hvers embættis í stafrófsröð eða draga um röð þeirra. Kjósandi tjáir þá vilja sinn með því að krossa við þá einstaklinga, er hann vill kjósa. Þó skal kjósandi aldrei krossa við fleiri nöfn einstaklinga en kjósa skal í hvert embætti.
IV. Kafli
Önnur ákvæði
19. gr. Lausn ágreiningsmála Rísi ágreiningur út af skilningi á reglugerð þessari, úrskurðar miðstjórn ASÍ um ágreininginn.
20.gr. Reglugerðarheimild. Reglugerð þessi er sett samkvæmt 32. grein laga Alþýðusambands Íslands og gildir fyrir öll aðildarsamtökASÍ og deildir þeirra.
Þannig samþykkt með áorðnum breytingumá fundi miðstjórnar Alþýðusambands Íslands 8. febrúar 2006.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2010 | 20:39
Ræðan á Austurvelli.
Guðmundur Ingi Kristinsson,heiti ég og ég öryrki eftir umferðaslys og í framboði til stjórnar VR. Já. já þeirra sem kenna sig við Virðingu og Réttlæti?
VR félagar sem hér eru kjósið L-lista lýðræðis og okkur þrjú neðstu sem erum í einstaklingskjöri. Hvetjið aðra VR félaga einnig til að kjósa til þess að gera VR þess virði að bera nafnið Virðing og réttlæti að nýju.
þá er það Heimilin.
Hvar er lausnin á skuldavanda heimilanna? Hún er engin og ríkisstjórnin og verkalýðsfélögin eiga að skammast sín fyrir aðgerðaleysið. Það á fyrst að afskrifa af heimilunum. En ekki úrásarkúlulánasjálftökuliðinu. Hvað ef þið gætuð endurfjármagnað lán heimilisins með því að borga bara tvo aura fyrir hverja krónu lánsins?
(Hugsið) Þá væri 20 milljóna krónu lánið orðið að 200.000.- krónu láni. Er þetta fáránlegt. Nei i því þetta gerðu Bakkabræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir er þeir stálu Bakkvör út úr Existu.
Hvað gerðu Lífeyrissjóðurirnir? Ekkert og semja bara við lögbrjótanna Bakkabræður um að gefa þeim lifeyrisgreiðslur upp á hundruð milljarða króna. Er þetta eðlilegt? Við segjum. Nei.
Samtök atvinnulífsins út úr Lífeyrissjóðunum. Verðtrygginguna burt. Nýja stjórn fólksins í lífeyrissjóðina strax.
Um 300 þúsund milljónir króna tapaðir hjá lífeyrissjóðunum. Því er tapaður lífeyrir 15.000.- lífeyrissjóðsfélaga sem greiddur hefur verið af þeim í fjörtiu ár. 40 ára greiðslur um 15.000 lífeyrissjóðsfélaga tapaðar? Skattatekjur upp á 120 milljarða einnig tapaðar. Halló eigum við að gleypa þetta þegjandi og hlóða laust. Nei
ASÍ er fyrirtæki í dag ekki verklýðsfélag.Gerum ASÍ að verkalýðsfélagi aftur eða bara leggjum það niður. Það kostar milljarð á ári að reka ASÍ.
Stöðvum hina óaðskiljanlegu síamstvíbura Gylfa hjá ASÍ og Villhjálm hjá Samtökum atvinnulífsins strax. Kveðum niður barnið þeirra VERÐTRYGGINGUDRAUGIN sem er að drepa heimilin með því að sökkva þeim í skuldir.
Bílalánin tölum um þau. Útrásarkúlulánaþegin á Game Over með sjö milljóna kr. skuld, afskrifað um 3 milljónir? Venjulegt heimili með 2 milljónir í skuld á heimilisbifreiðinni afskrifað 200 þúsund kr.
Hvaða óskapnaður er þetta? Þetta getur ekki verið þeirra réttlæti er það.NEI, þetta er mun verra. Því þeirra óréttlæti var að fæðast hjá Jóhönnu og Steingrími og það eftir auðvelda og stutta meðgöngu.
Greiðsluaðlögunarskattaskrímslið er nafnið á króanum.Afskriftirnir, í greiðsluaðlöguninni skattaði upp í rjáfur ??
Sá sem hefur sparað alla sýna hunds og kattatíð og átti t.d. 20 milljónir íbúð sinni fyrir hrun, þær eru farnar. Æfisparnaður sem hvarf vegna græðgi Útrásarkúlulánasjálftökuliðsins veldur því að afskrifa þarf 20 milljónir og það til að hann fari niður í 110 % skuld.?
Á ekkert? Skuldar um 4 milljónir króna og þarf að borga skatt af afskriftunum? Skatt upp á rúmar 3.6 milljónir kr. eða 100 þusund kr. á mánuði næstu þrjú árin. Í hvaða draugaheimi lifa þessir menn? Erum við sátt við þetta?NEI
Bakkabræður Ágúst og Lýður eru að stela um 40 milljörðum úr lífeyrissjóðum okkar og það er skattlaust. Eins er um hundruð milljarðanna sem eru í skattaskjólum og í aflandsfélögum í Guernsey, Mön og Tortola.
Hvað þá um milljarðahundruðin sem þegar er búið að afskrifa á útvöldum vinum hér heima. Við gerum gröfum um að þar verði byrjað, en ekki á okkur. Er það ekki?
Tölum um tengsl og spillingu í stjórnsýslunni á Íslandi.
Hann er á launum hjá ríkinu og hjá Intrum eða ¨Skrimtrum¨¨ eins og réttnefnd væri. Þá er hann með Lögheimtuna og Pacta lögmannastofu .
Hann er Ásgeir Thoroddsen hrl, og er í gjafsóknarnefnd á vegum ríkisins og það fyrir Lögmannafélags Íslands. Ágeir sem var einnig í stjórn Kaupþings banka sáluga, Skeljungar og Plastprents og fl. Þá er hann enn í stjórn Bakkavarar og VÍS með vinum sínum Bakkabræðrum, hinum nýju Ágústi og Lýð Guðmundssynum.
Halló , er ekki fáránlegt að maður sem átti þátt í bankahruninu er einnig að innheimta í gegnum Skrimtrum eignir fólks? Og á launum hjá ríkinu í gjafsóknarnefnd, til hvers? Þetta er spilling og hana verður að stöðva strax.
Atla Gíslasonar VG og ráðherran Árna Pálls, lofuðu í Silfur Egils fyrir síðustu kosningar að breita lögum um gjafsók. Auðvitað brutu þeir loforðið. Hvað er Helga I. Jónsson dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur að gera í gjafsóknarnefndinni með Ásgeiri? Þetta er Alþingi til háborinnar skammar
Tengsl eru innan sömu fjölskyldunar frá VÍS-Existu í Fjármálaeftirlitið,Hæstarétt,Viðskiptaráðuneytið,
Innustæðutryggingasjóðin og samningarnefndarinnar um Icesave samningin sem var feldur með yfir 90 % atkv. Þetta er ekki í lagi.
Þá er ekki í lagi einelti gagnvart almenningi af valdaöflum í stjórnsýslunni,fjölmiðlum eða t.d. VR blaðinu. Stöðvum svona ofbeldi strax í fæðingu, með því að láta í okkur heyra?
Lygi og ótti er vopnin sem útrásarkúlulánasjálftökiliðið notar og það með hér lögmanna að störfum með lög og reglur sem skotfæri. Lögmannaklíkur græða á varnalausum heimilum og fyrirtækjum í hrægammadansi eftir síðustu krónunum. Nýja vopnið þeirra eru handrukkarar á heimilin, ef fréttir eru réttar.
Bótasjóður Sjóvá fór til Tortola og þaðan til Kína í luxúsíbúðir og kom svo til baka sem sundlaug á Álftarnesi,Góðir! Sundlaugin er skuldsett fyrir 2,9 milljörðum er fáránlegur syndaþvottur fyrir ríkið í bótasjóðinum.En hvar er bótasjóður VÍS? Að sögn er stærsti hlutinn í ríkisskuldabréfum. Hvaða bréfum? Nígeríu og Simbabe?
Tölum um Laun og bætur
Stjórnarformaðurinn Íslandsbanka sem hefur ekkert vit á rekstri bankans að eigin sögn, fær rúmlega 500.000.-kr. fyrir.
Listamannalaun eru um 266.500.- kr á mánuði og ég er ekki á móti þeim, því þá eru eðlileg framfærslulaun ekki undir þeirri upphæð.
Prestar segja laun biskups séu allt of lág, en þau eru 999.000.- á mánuði. Þá getur biskup sagt ¨"Sælir eru fátækir, á 160.000.- kr. launum og eiga ekki fyrir mat, því þeirra er himnaríki" Allir verða að eiga fyrir mat og eðlilegri framfærslu. Allir og það strax.ER það ekki ?
Það er verið að níðast á fólki með því að láta það standa úti í frosti og snjóbyl við matargjöf. Getur ríkisstjórnin og verkalýðssamtökin ekki séð sóma sinn í því að útvega húsnæði til að þessi matagjöf fara fram innandyra, en ekki í allra viðurvist við fjölfarnasta veg landsins. Við gerum kröfu um það.
Góðar fréttir. Iceslave er lokið. Rétt fyrir fundin hringdi í mig forsætisráðhera breta Darling Terrorist Brown og sagði mér að hann hefði sett sinn besta mann í málið. Bond, James Bond 007 njósnara hennar hátignar. Hann mun sprengja upp fjárhirslur á Guernsey, Mön Tortola og ná í allan Icesave auðinn sem þar er. Þetta verður allt tekið upp og vinnuheitið á nýrri Bond myndinni er ¨Iceslave life for ever¨ bara til að gleðja Steingrím J. Er þetta ekki frábært
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, hefur sýnt það að þeir sem eru ekki uppaldir í hinu pólutíska umhvefi koma betur út við stjórnun landsins. Kjósum ekki flokka, kjósum fólk. Landið eitt kjördæmi og Búsáhaldabyltinginn er komin til að vera. Ekki sem flokkur, heldur sem ¨Alþingi götunar¨ Takk fyrir.
Guðmundur Ingi Kristinsson öryrki og í framboði til stjórnar VR.(sign)
Bloggar | Breytt 17.4.2010 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2010 | 13:39
Framboðsræða mín á framboðsfundi VR Turninum 17. mars.sl. í heild.
Tölum um Laun og bætur..
Lágmarkslaun eru um kr. 160.000- á mánuði, en meðallaun hjá VR eru um kr. 400.000.- þá eru stjórnarlaun í Íslandsbanka, 350.000- og stjórnarformaðurinn sem hefur ekkert vit á rekstri banka að eigin sögn, fær rúmlega 500.000.-kr. fyrir hvað. Halló?
Listamannalaun eru um 266.500.-kr á mánuði og því er eðlileg framfærslulaun ekki undir þeirri upphæð, hvað þá með Alþingismannalaun sem aukagreiðslu Því er það fábjánalegt að láta fólk tóra á lægri upphæð en listamannalaunum.
Prestar segja laun biskups séu allt of lág, en þau eru 999.000.- á mánuði. Þá getur biskup sagt ¨Sælir eru fátækir, á 160.000.- kr.launum og eiga ekki fyrir mat, því þeirra er himnaríki ,, en hvað verður um mig, þar sem 999.000 á mánuði duga mér ekki til framfærslu?
Hvar er verkalýðshreyfingin þegar verið er að níðast á fólki með því að láta það standa úti í frosti og snjóbyl eða roki og rigningu eftir matagjöfum. Getur ekki ASÍ, og VR séð sóma sinn í því að útvega á sinn kosnað húsnæði til að þessi nauðsýnlega matagjafaframkvæmd fara fram innandyra, en ekki í allra viðurvist við fjölfarnasta veg landsins ?
þá er það Heimilin.
Hvar er lausnin á skuldavanda heimilanna? Hún er engin og ríkisstjórnin, ASÍ og VR eiga að skammast sín fyrir aðgerðaleysið.
Það á fyrst að afskrifa af heimilunum, en ekki úrásarsjálftökuliðið.
Hugsaðu til þess að ef þú gætir endurfjármagnað lán heimilisins með því að borga bara tvo aura fyrir hverja krónu lánsin.
.(Hugsið) Þá væri 20 milljóna krónu lánið orðið að 200.000.- krónu láni. Er þetta fáránlegt. Nei, nei því þetta gerðu Bakkabræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir er þeir stálu Bakkvör út úr Existu, með því að kaupa af sjálfum sér og það fyrir framan nefið á Lífeyrissjóði verslunarmanna. (Live.)
Við við brutum skilyrði í lánasamningum ¨sagði Ágúst. Brutum skilyrði í lánasamningum ?Er Live að semja við lögbrjóta??
Er eðlilegt að semja við lögbrjóta um 7 milljarða kr. nafnspjaldagöfina, en ekki um það sama fyrir okkur félagsmenn?
Já segir Live, en Ég segi Nei Nei Nei.
Samtök atvinnulífsins út úr Lífeyrissjóðunum og nýja stjórn lífeyrissjóðsfélaganna strax og verðtrygginguna burt..
Tap Lífeyrissjóðs verslunarmanna er á bilinu 50-100 milljarðar króna. Því er tapaður lífeyrir um 2.500 til 5.000.- félaga sem greiddur hefur verið af þeim í fjörtiu ár.?
5.000.- lífeyrisgreiðslu í 40 ár tapaðar?
Hvar er ASÍ og VR? Í samvinnu með SA í lífeyrissjóðunum að vinna gegn sínum eigin félögum?
Stöðvum síamstvíburanna Gylfa hjá ASÍ ( VR)og Villhjálm hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) strax. Burtu strax með samvinnukróann þeirra verðtryggingadrauginn, sem er að drepa heimilin í sökkva þeim í skuldum.
ASÍ er fyrirtæki í dag ekki verklýðsfélag.Gerum ASÍ að verkalýðsfélagi aftur eða bara leggjum það niður og notum milljarðar kosnaðinn í annað.
350.milljónir eru launagreiðslur ASÍ á ári og fyrir hvað? Til að halda lífi í Verðtryggingudraugnum. Eru þið sátt við það? Nei.
Tengsl og spilling.
Ásgeir Thoroddsen hrl var með Gunnar Páli í stjórn KB banka og hann er en í stjórn Bakkvarar og VÍS, sem er að fullu í eigu Existu. Ásgeir er stjórnarformaður Frjálsa lífeyrissjóðins og það er sá lífeyrissjóður sem tapaði minnst í hruninu og fékk verðlaun fyrir það.
Arion banki sem stendur á rústum KB banka montar sig á þessum verðlaunum, því Frjálsi er hjá þeim.???? Hvers vegna tapar Live tug milljörðum á þessum fyrirtækum sem stjórnarmaðurinn Ásgeir er í? En ekkert tap hjá Frjálsa lifeyrissjóður sem hann stjórnar??
Kosningarnar.
Þá er það einelti formanns og varformans VR í VR blaðinu.Blaðið notað til að úthúða Bjarka fyrrum varaformanni í bak og fyrir. Er þetta þeirra Virðing og réttlæti? Skammist ykkar.
Einstaklingskosningarnar eru skrípó og kennslubókadæmi um laga og reglugerðabrot. .Nýr formaður kominn á kaf í það sama og hann gagnrýndi fyrrum forvera sinn um? Kæra mín á kosningasvindlið er hjá miðstjórn ASÍ
Guðmundur Ingi Kristinsson öryrki og í framboði til stjórnar VR.(sign)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2010 | 18:09
Vegna fréttar í Fréttablaðinu um VR
Vegna fréttaskýringar í fréttablaðinu í gær óska ég eftir að koma eftirfarandi að.
Þessar kosningar eru kolólöglegar og hef ég þegar kært úrskurð kjörnefndar til miðstjórnar ASÍ,vegna brota á lögum og reglum ASÍ um kjörseðla. Formaður kjörstjórnar vinnur hjá ASÍ og er því sjálfur að brjóta lög og reglur ASÍ.
Ég á að vera í einstaklingskjöri til stjórnar, en ef ég fer og bið félagsmenn VR um að kjósa mig sem einstakling er það ekki á nokkurn hátt hægt. Til að mæla með mér við þá verð ég einnig að hvetja þá til að kjósa ekki bara einn með mér heldur verð ég að hafa tvö viðhengi, eins og þessi póstur hefur. Því er ég allt í einu í hópkostningu um þrjá og þar af tvo með mér, og á ég þá að bera ábyrgð á þeim sem ég mæli með? Ef félagi í VR vill kjósa mig einan, þá er það ekki hægt. Í síðustu kosningum, þar sem þetta laga og reglugerðabrot var til staðar kaus bara 40% í einstaklingskosningu og því hættu við um 60% að kjósa þar.
Þá á samkvæmt kjörseðilslögum ASÍ að raða einstaklingum á kjörseðil samkvæmt stafrófsröð eða draga um röð, en það var ekki gert hjá VR, heldur einn maður látin um það og það er skuggalegt.
Kristinni formanni VR, sem nú er til í að brjóta lög og reglur með sama fólkinu og hann áður var á móti, fyrir að fara ekki að lögum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)